Fimmtudaginn 4. nóvember næstkomandi kl. 20:00, verða haldnir tónleikar til heiðurs Hallbjörgu Bjarnadóttur í Tónbergi. Hallbjörg var frumkvöðull í djasstónlist á Íslandi og ólst upp á Akranesi og því vel við hæfi að heiðra hana með stórtónleikum á Skaganum.
Fram koma: Andrea Gylfadóttir, Brynja Valdimarsdóttir, Jónína Björg Magnúsdóttir ásamt nemendum tónlistarskólans.
Hljómsveitina skipa þeir Óskar Þormarsson á trommur, Valdimar Olgeirsson á bassa, Þorleifur Gaukur Davíðsson á munnhörpu og lapsteel gítar.
Hljómsveitarstjóri er svo Eðvarð Lárusson sem mundar jafnframt gítarinn.
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Rótarýklúbb Akraness og Tónlistarskólans og miðaverð því aðeins 1000kr.
Miðar eru seldir í Pennanum Eymundsson, Dalbraut 1.