Hljóðfærakynning verður í dag þriðjudag kl. 16-18 í Tónlistarskólanum.
Allir eru velkomnir í skólann að kynna sér þau hljóðfæri sem kennt er á í Tónlistarskólanum, hitta kennara skólans og fræðast um hljóðfærin og jafnvel fá að prófa þau. Kynnt verða m.a. strengjahljóðfæri, ýmis blásturshljóðfæri, píanó, gítar og trommur svo það helsta sé nefnt.
Nú stendur yfir skráning nemenda í Tónlistarskólann fyrir næsta skólaár á heimasíðu skólans toska.is.
Skráningin stendur til 1. júní.