Það er kominn desember og jólalögin farin að óma um ganga skólans. Þá er ekki seinna vænna en að halda eins og nokkra jólatónleika. Allir tónleikarnir verða með fjölbreyttri jólaskotinni efnisskrá sem nemendur eru búnir að vinna hörðum höndum að.
Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, þriðjudaginn 3. desember kl. 18 í Tónbergi
næstu tónleikar verða á eftirfarandi dögum:
2. tónleikar: mið. 4. desember kl. 18:00
3. tónleikar: fim. 5. desember kl. 18:00
4. tónleikar: þri. 10 desember kl. 18:00
5. tónleikar: Kakótónleikar í anddyri skólans kl. 17:00
6. tónleikar: Tónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 18:00