Jólatónleikar og ný Lúðrasveit

Nú er jólatónleikatörnin svo gott sem afstaðin, en jólatónleikarnir í ár hafa verið með óhefðbundnu sniði.

Til að viðhalda sóttvörnum hafa tónleikar ekki verið auglýstir sérstaklega og bara 1 fullorðinn fengið að fylgja hverjum nemanda sem spilar. Hins vegar hafa öll atriði verið tekin upp og eiga forráðamenn von á sendingu með flutningi nemendanna.

Virkilega gaman að sjá og heyra krakkana spila og vonandi getum við haft opna tónleika sem fyrst aftur!

Hinsvegar er gaman er að segja frá því að eitt af atriðunum sem komu fram var nýstofnuð Lúðrasveit undir stjórn þeirra Finn og Steinars. Verður gaman að fylgjast með sveitinni í framtíðinni og við minnum að sjálfsögðu í leiðinni á að hægt er að sækja um á blásturshljóðfæri og að komast í lúðrasveitina 😉

 

Gleðilega hátíð öll og farsælt komandi ár! 🙂