Kennsla er hafin aftur samkvæmt stundaskrá eftir gott páskafrí. Kennslan verður með tiltölulega hefðbundnu sniði, þannig að bæði einka og hóptímar munu verða kenndir.
 
Eftirfarandi sóttvarnarreglur eru í gildi fyrir starf skólans:
Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur.
 
Því miður verðum við að biðja foreldra að koma ekki í skólann nema brýna nauðsyn beri til – og þá með grímur. Endilega hafið samband við skrifstofu skólans eða kennarana beint ef eitthvað er. Annars hlökkum við til að sjá ykkur öll aftur þegar aðstæður leyfa.
 
Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri.
 
Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra.
Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil.
Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.