Þá er prófaviku að ljúka í Tónlistarskólanum og þökkum við nemendum kærlega fyrir góðan árangur. Í dag fer Skólahljómsveit Tónlistarskólans á landsmót lúðrasveita í Breiðholti. Um 700 gestir verða á mótinu og munu skemmta sér saman alla helgina og ljúka mótinu með tónleikum í íþróttahúsinu Austurbergi, sunnudaginn 29. apríl kl. 13:00.
Í næstu viku er svo hefðbundin kennsla hjá okkur fyrir utan það að það er frí þriðjudaginn 1. maí.