Fimmtudaginn 16. nóvember var haldinn masterclass í söng í Tónbergi, sal Tónlistarskólans. Hallveig Rúnarsdóttir óperusöngkona kom í heimsókn og fór í saumana á allskonar söngtækni og atriðum tengd klassískum söng og sviðsframkomu með nemendum.  

Hallveig hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðan hún útskrifaðist árið 2001 frá Guildhall School of music and Drama í London. Hefur hún m.a. sungið nokkur óperuhlutverk hjá Íslensku Óperunni, og má þar nefna hlutverk Donna Anna í Don Giovanni (e. Mozart), Michaë í Carmen (e. Bizet), Fiordiligi í Così fan Tutte (e. Mozart) o.fl. Þá hefur Hallveig komið margoft fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og öðrum hljómsveitum – bæði hér á landi og erlendis.

Það var mikill fengur fyrir okkur að fá Hallveigu til okkar og höfðu nemendur gagn og gaman af, eins og sjá má á meðfylgjandi myndaseríu.