Um helgina fara um 20 nemendur frá skólanum og taka þátt í Nótunni, samstarfsverkefni tónlistarskóla í Hörpu.  Trommusveitin okkar spilar á stóra sviðinu í Eldborg á tónleikum kl. 12:30 á sunnudag og annar stór hópur tekur þátt í tónsköpunarverkefni og það verður flutt á lokahátíð kl. 16:30 í Eldborg.  Einnig verður fluttur flautukonsertkafli í Hörpuhorni kl. 11:00   Við hvetjum alla til að koma og hlusta og horfa-aðgangur er frjáls og ókeypis!

https://www.ki.is/vidburdir/notan-uppskeruhatid-tonlistarskolanna-2023/