Fimmtudaginn 14. mars voru Nótutónleikar Tónlistarskólans þar sem valin voru atriði til að fara á Vesturlands- og Vestfjarðanótuna sem verður haldin í Borgarnesi 23. mars næstkomandi. Valin voru sjö atriði og munu þau keppa um að komast á lokahátíð Nótunnar sem haldin verður í Hofi, Akureyri 6. apríl.
Atriðin sem fara áfram keppa í nokkrum flokkum, einleik, samspili, frumsömdum atriðum o.fl.
Dómnefndina skipuðu þau Bryndís Bragadóttir, Flosi Einarsson og Jónína Erna Arnardóttir og þakkar skólinn þeim kærlega fyrir vel unnin störf.
Hvetjum við jafnframt alla til að kíkja í Hjálmaklett, Menntaskóla Borgarfjarðar, laugardaginn 23. mars og upplifa öll flottu atriðin sem þar koma fram!