Fimmtudaginn 14. mars kl. 18:00 verða nótutónleikar Tónlistarskólans í Tónbergi.

Tónleikarnir eru jafnframt liður í að velja atriði sem fara áfram í Vestur-Nótuna sem haldin verður í Borgarnesi 23. mars næstkomandi. Einvalalið skipar dómnefndina sem velur atriðin áfram.

Nemendur spila fjölbreytta efnisskrá svo tónleikagestir eiga gott í vændum!

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Dixon sextettinn fór fyrir hönd Toska í lokakeppni Nótunnar 2017 sem haldin var í Eldborgarsal Hörpu.