Það er komið að lokum þessa ótrúlega árs 2020. Við í Tónlistarskólanum viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir samfylgdina á árinu og sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Við ljúkum þessu ári með upptöku sem nemendur skólans unnu í síðustu dagana fyrir jól. Hér flytja nemendur skólans lagið Snjókorn falla í nýrri útsetningu David Allen Cutright. Eðvarð Rúnar Lárusson sá um upptökur og hljóðblöndun og Gróa Margrét Valdimarsdóttir sá um myndvinnslu.