Birgir Þórisson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri við Tónlistarskólann á Akranesi. Hann tekur við stöðunni af Elfu Margréti Ingvadóttur en hún hefur gengt starfinu í afleysingum frá haustinu 2018 fyrir Skúla Ragnar Skúlason, sem nú hefur látið af störfum við skólann. Birgir hefur starfað við skólann frá árinu 2011 og verið deildarstjóri undanfarin tvö ár.
Birgir hefur lokið miðprófi í rytmískum píanóleik frá tónlistarskóla FÍH og einleikaraprófi B.Mus. í klassískum píanóleik frá Listaháskóla Íslands. Birgir hefur einnig lokið meistaraprófi í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur auk þess margvíslega reynslu af stjórnun ýmissa tónlistarverkefna t.d. í tengslum við leiksýningar auk þess sem hann var tónlistarstjóri Söngkeppni framhaldsskólanna 2018-19.
Auglýsing um starfið var birt um miðjan maí og var umsóknarfrestur til og með 31. maí. Alls bárust þjár umsóknir um stöðuna.