Laugardaginn 4. nóvember kl. 12-17 verður opinn dagur í Tónlistarskólanum. Þar munu nemendur Tónlistarskólans koma fram í mismunandi hópum og flytja tónlist af ýmsu tagi. 60 manna hljómsveit mun leika lög í Tónbergi kl. 13:00, 15:00 og 16:30. Einnir verður kaffisala á staðnum.
Allir velkomnir.