Á morgun – Öskudag verður opið hús í anddyri Tónlistarskólans fyrir krakka sem vilja koma og syngja eða spila.

Við getum lánað t.d. fiðlur og það verður píanó á staðnum, en það má að sjálfsögðu líka syngja.

Við getum boðið meðleik og það verður hægt að spila undir lög af youtube fyrir þá sem vilja.

Vegna samkomutakmarkanna þá mælumst við þó til þess að foreldrar séu ekki mikið að fylgja börnunum inn, – nema kannski þeim allra yngstu og þá að sjálfsögðu með grímu 😷