Kennsla á mánudaginn

Næstkomandi mánudag verður hefðbundin kennsla í Tónlistarskólanum, nema ekki verður kennt úti í Grunnskólunum vegna starfsdags. Þeir tímar sem eiga að vera í Grunnskólunum verða kenndir í Tónlistarskólanum á Dalbraut.  Á miðvikudaginn 17. nóvember verður svo starfsdagurinn okkar í Tónlistarskólanum og fellur kennsla því niður þann dag.

Lesa meira »

Skólinn lokaður og tónleikum frestað

Vegna smitbylgju Covid 19 sem nú skekur Akranes verður Tónlistarskólanum lokað á morgun, föstudaginn 5. nóvember. Einnig verður Hallbjargartónleikunum, sem áttu að fara fram í kvöld, frestað um óákveðinn tíma.

Lesa meira »

Hallbjörg Bjarnadóttir: Heiðurstónleikar

Fimmtudaginn 4. nóvember næstkomandi kl. 20:00, verða haldnir tónleikar til heiðurs Hallbjörgu Bjarnadóttur í Tónbergi. Hallbjörg var frumkvöðull í djasstónlist á Íslandi og ólst upp á Akranesi og því vel við hæfi að heiðra hana með stórtónleikum á Skaganum. Fram koma: Andrea Gylfadóttir, Brynja Valdimarsdóttir, Jónína Björg Magnúsdóttir ásamt nemendum tónlistarskólans. Hljómsveitina skipa

Lesa meira »

Desember, 2023