Nú fer að líða að síðustu vikum þessarar vorannar hjá Tónlistarskólanum. Dagana 23.- 27. apríl verður prófavika hjá okkur.  Í þessari viku munu nemendur mæta í árspróf, eins og gert var síðasta vor. Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og í fyrra, það verða engar einkunnir gefnar heldur fær nemandi umsögn fyrir frammistöðu sína í prófinu. Hver og einn kennari mun boða sína nemendur í próf einhvern daginn í þessari viku. Einkatímar munu falla niður þessa viku á meðan á prófunum stendur.