Skólareglur
Nemendum ber að sýna samnemendum sínum, kennurum og starfsfólki skólans fyllstu kurteisi.
Nemendum ber að mæta stundvíslega í kennslustundir og tilkynna forföll eins fljótt og hægt er.
Nemendum ber að ganga vel um húsnæði og eigur skólans.
Notkun áfengis og vímuefna er bönnuð í húsnæði Tónlistarskólans.
Ástundun
Nemendum ber að sinna náminu af kostgæfni og gert er ráð fyrir að nemendur sýni eðlilegar framfarir.
Forföll
Forfallist kennari ber honum að bæta kennsluna upp nema þegar um veikindi er að ræða eða skipulagða þætti skólastarfsins svo sem tónleika eða starfsdaga.
Forfallist nemandi ber kennara ekki að bæta upp kennslu.
Greiðsla skólagjalda
Hafi fyrri skólagjöld ekki verið greidd getur nemandi ekki innritast í Tónlistarskólann.
Innritunarreglur
Umsóknarfrestur fyrir komandi skólaár er 1. júní.
Umsókn um nám í skólanum gildir eingöngu eitt skólaár og þarf að endurnýja árlega. Endurnýjuð umsókn hefur forgang umfram nýjar umsóknir.
Við úrvinnslu umsókna er litið til dagsetningar umsóknar.
Einnig er litið til þess hvort nemandi hafi verið í tónlistarnámi áður.