Á vorönn þá munu kennarar við Tónlistarskólann kenna námskeið í tónmennt fyrir starfsbraut FVA. Mikill spenningur er í nemendum jafnt sem kennurum og verður gaman að sjá hvernig námskeiðið þróast, en það er tilraunaverkefni á þessari önn.
Fyrsti tíminn á námskeiðinu var í morgun og fór vel af stað. Hér má sjá hluta af þeim hljóðfærum sem notuð voru í dag.