Síðasta kennsluvikan

Næsta vika, 14. til 18. maí, er síðasta kennsluvika í Tónlistarskólanum fyrir sumarfrí. Það verður fjörug vika, því við verðum með fjölbreytta tónleika flesta dagana.
Á mánudaginn kl: 18:00 verða þriðju vortónleikar okkar, þar fáum við að heyra meðal annars lög eftir Jimmy Hendrix, Beethoven, Bach, Jón Múla Árnason, Billy Idol og fleiri.
Meðfylgjandi er mynd af Skólahljómsveit Tónlistarskólans á Akranesi, tekin á landsmóti lúðrasveita sem fór fram um þarsíðustu helgi.