Nú er kominn 1. desember og jólamánuðurinn hafinn.
- desember markar líka upphafið á jóladagatali Skagamanna – Skaginn syngur inn jólin. Þar er einn gluggi opnaður á hverjum degi fram að jólum þar sem góðir gestir mæta í spjall og syngja jólalag.
Það eru þau Hlédís Sveinsdóttir og Ólafur Páll Gunnarsson sem sjá um dagatalið og eru með her af fólki með sér í liði til að láta þetta verða að veruleika þar á meðal eru nokkrir af núverandi og fyrrverandi nemendum og starfsmönnum Tónlistarskólans.
Í dag var s.s. opnaður fyrsti glugginn og gaman að sjá að þar stígur á stokk nemandi úr Tónlistarskólanum, hún Aðalheiður Ísold Pálmadóttir.
Við hvetjum alla til að skottast yfir á dagatalið og fylgjast með á hverjum degi fram að jólum!
https://www.facebook.com/Skaginn-syngur-inn-j%C3%B3lin-104971031427868