Kennslan byrjar fimmtudaginn 24. ágúst og kennarar eru þessa dagana að hafa samband við nemendur upp á að finna tíma fyrir tónlistartímann.  Við erum mjög spennt fyrir nýju skólaári og skólinn er nánast fullur af efnilegum nemendum.  Við eigum þó nokkur pláss í forskóla 1 (1. bekkur) ennþá og hægt að sækja hér um undir umsóknir á síðunni okkar.