29. Maí síðastliðinn fóru fram skólaslit í Tónlistarskólanum. Jónína Erna skólastjóri fór létt yfir skólaárið og nokkur tónlistaratriði voru flutt.
Veittar voru viðurkenningar fyrir áfangapróf, en alls tóku 10 nemendur skólans áfangapróf í vor. Þá var veitt sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur þennan veturinn, en það var hann Edgar Gylfi Skaale Hjaltason sem hlaut hana að þessu sinni. Edgar stundar nám við tónlistarskólann á gítar og píanó og hefur náð miklum framförum á báðum hljóðfærum. Þá var hann annar tveggja gítarleikara, ásamt því að spila á hljómborð í hljómsveitinni í Rock of Ages söngleiknum sem N.F.F.A. setti upp á vormánuðum.
Við óskum öllum nemendum sem tóku próf til hamingju með árangurinn og þökkum öllum nemendum okkar kærlega fyrir veturinn! Vonum að þið eigið öll gott sumarfrí og við sjáumst hress aftur í haust! 🙂