Skólaslit

Mynd frá lokahátíð Nótunnar

Skólaslit Tónlistarskólans á Akranesi fóru fram við hátíðlega athöfn 23. maí.  Þar tóku tólf nemendur við stigsprófsskírteinum og sextán nemendur við áfangaprófsskírteinum.  Auk þess fengu nemendur í einleiksflokki og trommusveit sem tóku þátt í Nótunni viðurkenningarskjal fyrir frábæra frammistöðu. Skólastarfið í vetur hefur verið kraftmikið enda er úrvalslið kennara við skólann og nemendur okkar eru sömuleiðis að standa sig vel. Til dæmis hefur  trommusveitin okkar verið áberandi í bæjarlífinu og sömuleiðis er ánægjulegt að sjá skólahljómsveitina okkar blómstra.  Skólahljómsveitin hélt einmitt skólatónleika fyrir 2.-3. bekk grunnskólanna á dögunum sem vöktu mikla lukku. Um 350 nemendur á öllum aldri hafa verið við nám í skólanum í vetur og er kennt á flest hljóðfæri auk söngs. Núna er verið að taka inn nemendur af biðlista fyrir næsta vetur.  Reyndar er orðið nær fullt í flest nám, þó er eitthvað laust í forskóla, strengjadeild og blásaradeild, en hægt er að sækja um í gegnum heimasíðuna toska.is.