Við viljum minna á að búið er að opna fyrir skráningar í Tónlistarskólann á Akranesi fyrir skólaárið 2017-2018.

Athugið að núverandi nemendur þurfa að staðfesta áframhaldandi nám með umsókn.

Einnig þarf að endurnýja umsóknir þeirra sem eru á biðlista.
Vakin er athygli á því að tómstundastyrkur Akraneskaupstaðar gildir vegna náms við Tónlistarskólann.

Umsóknarfrestur er til 1. júní næstkomandi.

Hér má nálgast umsóknareyðublað til útfyllingar.