Starfsdagur á mánudaginn

Vegna aðgerða gegn Covid veirunni sem taka gildi á miðnætti sunnudaginn 15. mars hefur verið ákveðið að fella niður alla kennslu í Tónlistarskólanum mánudaginn 16. mars. 

Stjórnendur skólans munu fara yfir stöðuna og greina nánar frá hvernig framhaldið verður. 

Eins og staðan er í dag reiknum við með áframhaldandi skólastarfi frá og með þriðjudeginum 17. mars, að undanskildum stærri  hljómsveitum skólans, sem munu fara í tímabundið frí.