Í næstu viku (4.-8. mars) verða þemadagar í Tónlistarskólanum og margt skemmtilegt og spennandi í gangi hjá okkur. Fyrst ber að nefna námskeið á vegum Jóns Hilmars Kárasonar þar sem hann mun fara með krökkunum í spuna, sköpun og framkomu. Námskeiðið miðast að aldrinum 6-10 ára og verður á þriðjudeginum 5. mars og fimmtudeginum 7. mars.
Þá koma þau Jacek Tosik-Warszawiak og Miroslav Herbowski, prófessorar frá Krakow, og nemendur þeirra og heimsækja skólann. Munu þau leika verk eftir pólsku tónskáldin F.Chopin, I.J.Paderewski, K.Szymanowski, G.Bacewicz, M.Moszkowski, P.Mykietyn og W.Karolak. Tónleikarnir verða fimmtudaginn 7. mars. kl. 17:00 í Tónbergi.
Allir eru velkomnir – píanónemendur eru sérstaklega hvattir til að koma á tónleikana!
Síðast en alls ekki síst kemur hljómsveit Bjössa Thors og Unnar Birnu og heldur tónleika þriðjudaginn 5. mars. kl. 17:30. Þau mæta með tónleikaprógram sem samanstendur af ákveðinni tegund tónlistar; Django, jazz, Blús, Swing, latin o.fl.
Munu þau kynna fyrir tónleikagestum þessar ákveðnu tegundir tónlistar í tónum og tali.
S.s. mikið um að vera í tónlistarskólanum á næstunni!