Það er líf og fjör í Tónlistarskólanum þessa dagana. Í gær, fimmtudag komu nemendur frá Vallarseli og voru með tónleika ásamt gestakór úr Grundaskóla Stóðu börnin sig öll með prýði og höfðu gaman af eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Í næstu viku er þemavika í Tónlistarskólanum.Þá er ekki hefðbundin kennsla heldur verður breytt út af venju og myndaðir ýmsir samspilshópar og skapandi vinna. Vikan endar svo með opnum degi í Tónlistarskólanum laugardaginn 4. nóvember.