Tónberg er salur Tónlistarskólans á Akranesi, staðsettur í húsakynnum skólans að Dalbraut 1 og byggður árið 2007. Salurinn er fjölnota salur og góður til tónleikahalds, fyrirlestra, ráðstefna, kvikmyndasýninga o.fl.
Ásamt því að vera útbúinn öflugu hljóðkerfi þá er í salnum rafrænt kerfi sem gefur kost á því að stilla hljómburð salarins eftir því sem þykir henta hverju sinni – svokölluðu hljómbótarkerfi.
Salurinn sjálfur tekur 177 manns í sæti en einnig er hægt að setja upp borð frammi í anddyri skólans fyrir um 50-80 manns.
Anddyri tónlistarskólans er einnig tilvalinn staður til að hafa minni tónleika ráðstefnur og aðra viðburði, s.s. myndlistasýningar o.fl.
Til að bóka salinn, vinsamlegast hafið samband í síma 433 1900 eða með tölvupósti á toska@toska.is