Í næstu viku verður líf og fjör í Tónlistarskólanum. Við byrjum vikuna með forskólatónleikum mánudaginn 15. maí kl 17:00. Þriðjudaginn 16. maí verða tónleikar blásaradeildar í Tónbergi kl 18:00. Sama dag verða tónleikar hljómsveitarsamspils í anddyrinu kl 19:00. Miðvikudaginn 17. maí verða nemendur Guðbjargar með vortónleika kl 17:00. Seinni vortónleikar Tónlistarskólans verða fimmtudaginn 18. maí kl 18:00. Að venju er frítt inn á tónleikana og allir hjartanlega velkomnir.