Á morgun, miðvikudaginn 21. febrúar, kl 17:00 verða tónleikar í Tónbergi með gestakennaranum Elzbieta Wolenska.
Elzbieta fæddist í Póllandi árið 1979. Hún er þverflautuleikari og hefur getið sér góðan orðstír fyrir fallegan tónlistarflutning í heimalandi sínu og víðar. Hún hefur gefið út fjöldan allan af geisladiskum og fengið einróma lof gagnrýnenda fyrir fallegan og fágaðan tónlistarflutning. Hún er með doktorsgráðu í þverflautleik sem hún lauk frá „Academy of Music Breslau“ og hefur haslað sér völl á undanförnum árum sem frábær þverflautukennari.
Frítt inn og allir velkomnir.