Á morgun, miðvikudaginn 26. maí kl. 16:00-18:00 verðum við með opið hús og hljóðfærakynningar – þar á meðal kynning á Suzuki námi sem fer af stað í haust af miklum krafti.
 
Þá verða einnig samspilstónleikar nemenda Eðvarðs og Patrycju í anddyrinu – tilvalið tækifæri að sjá og heyra brot af því sem er í gangi í skólanum.
 
Til að kitla smá fylgir hér hlekkur á hljóðfærakynninguna frá í fyrra sem var á vídjóformi – en í ár hittumst við í raunheimum! 😉 
 
 
Allir velkomnir
Hlökkum til að sjá ykkur! 😃