Tónberg tekur 177 manns í föst sæti og hallar gólfi salarins niður í átt að sviðinu. Sviðið er u.þ.b. ?x? metrar að stærð. Í salnum er Kawai flygill.
Salurinn er búinn rafrænu kerfi sem gefur kost á því að stilla hljómburð salarins eftir því sem þykir henta hverju sinni, svokölluðu hljómbótarkerfi.
Salurinn hentar fyrir fjölbreytt tónleikahald, fundi, ráðstefnur fyrirlestra og kennslu. Auk þess er í salnum sýningartjald sem gerir salinn ákjósanlegan fyrir kvikmyndasýningar með Dolby Surround hljóðkerfi. Þá er í salnum hljóðkerfi fyrir flutning rytmískrar tónlistar.