Tónlistarskólinn hefur opnað aftur eftir sumarfrí. Fyrsti kennsludagur verður mánudagurinn 28. ágúst. Kennarar munu raða niður á stundatöflurnar sínar í seinni hluta næstu viku.  Verið er að fara yfir umsóknir fyrir þennan vetur. Það skýrist nánar í næstu viku hversu margir nemendur af biðlistum munu komast að í vetur.

Skrifstofan er opin frá mánudegi til fimmtudags kl 12:00-16:00 og á föstudögum frá kl 09:00-13:00.