Tónlistarskólinn á Akranesi starfar á nokkrum starfsstöðvum. Því getur komið upp sú staða að kennsla sé felld niður á einni starfsstöð en ekki annarri. Þá er starfsfólk skólans búsett á mörgum stöðum á stór Akranessvæðinu. Við ráðum því miður ekki við veðrið þannig að á svona óviðrisdögum er gott að fylgjast sérstaklega vel með tilkynningum og samskiptum við skólann og kennara 🙂

Þá er ráð að rifja upp eftirfarandi viðmið um forföll… 

  1. Falli kennsla niður í grunnskóla vegna óveðurs eða ófærðar, fellur kennsla tónlistarskólans líka niður á sama grunnskólasvæði.
  2. Komist nemandi ekki í kennslustund vegna óveðurs eða ófærðar, ber honum að tilkynna forföll.
  3. Komist kennari ekki til kennslu vegna óveðurs eða ófærðar, tilkynnir tónlistarskólinn um forföll.
  4. Ef appelsínugul viðvörun er í gildi frá Veðurstofu þá má búast við að kennsla falli niður að einhverju leiti.