Vetrarfrí verður í Tónlistarskólanum 19. október til og með 23. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. október.

Einnig viljum við minna á þemaviku í Tónlistarskólanum frá 30. október sem líkur með opnum degi laugardaginn 4. nóvember. Í þemavikunni verður ekki hefðbundin kennsla heldur verður breytt út af venju og myndaðir ýmsir samspilshópar og skapandi vinna.