Jónína Arnardóttir

Ársleyfi skólastjóra

Jónína Erna skólastjóri Tónlistarskólans fer í ársleyfi frá og með 1. september.  Rut Berg Guðmundsdóttir mun leysa hana af og henni til aðstoðar verður Elfa Margrét Ingvadóttir.

Skólabyrjun í Tónlistarskólanum

Trommusveit skólans

Kennslan byrjar fimmtudaginn 24. ágúst og kennarar eru þessa dagana að hafa samband við nemendur upp á að finna tíma fyrir tónlistartímann.  Við erum mjög spennt fyrir nýju skólaári og skólinn er nánast fullur af efnilegum nemendum.  Við eigum þó nokkur pláss í forskóla 1 (1. bekkur) ennþá og hægt að sækja hér um undir …

Skólabyrjun í Tónlistarskólanum Read More »

Skólaslit

Mynd frá lokahátíð Nótunnar

Skólaslit Tónlistarskólans á Akranesi fóru fram við hátíðlega athöfn 23. maí.  Þar tóku tólf nemendur við stigsprófsskírteinum og sextán nemendur við áfangaprófsskírteinum.  Auk þess fengu nemendur í einleiksflokki og trommusveit sem tóku þátt í Nótunni viðurkenningarskjal fyrir frábæra frammistöðu. Skólastarfið í vetur hefur verið kraftmikið enda er úrvalslið kennara við skólann og nemendur okkar eru …

Skólaslit Read More »

Nótan í Hörpu

Um helgina fara um 20 nemendur frá skólanum og taka þátt í Nótunni, samstarfsverkefni tónlistarskóla í Hörpu.  Trommusveitin okkar spilar á stóra sviðinu í Eldborg á tónleikum kl. 12:30 á sunnudag og annar stór hópur tekur þátt í tónsköpunarverkefni og það verður flutt á lokahátíð kl. 16:30 í Eldborg.  Einnig verður fluttur flautukonsertkafli í Hörpuhorni …

Nótan í Hörpu Read More »

Viðburðir og vetrarfrí

  Nótutónleikar í dag, öskudagsfjör á morgun og síðan tekur við vetrarfrí nemenda fram á þriðjudag!

Rut Berg Guðmundsdóttir nýr aðstoðarskólastjóri

Rut Berg hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri í Tónlistarskólanum á Akranesi.  Hún tekur við starfinu af Birgi Þórissyni og þökkum við honum kærlega vel unnin störf.  Rut er öllum hnútum kunnug í skólanum því hún var áður nemandi skólans og útskrifaðist með framhaldspróf á flautu frá skólanum árið 2005.  Hún lauk síðan B.Mus. prófi frá Listaháskóla …

Rut Berg Guðmundsdóttir nýr aðstoðarskólastjóri Read More »

Gleðilegt nýtt tónlistarár!

Kennsla hefst í dag 4. janúar samkvæmt stundaskrá. Eitthvað er um breytingar hjá nemendur og kennurum og því verða skólagjöld ekki send út strax, heldur í lok janúar.