Jónína Arnardóttir

Bóndadagstónleikar

Bóndadagstónleikar Tónlistarskólans eru yfirleitt hádegistónleikar þar sem boðið er upp á súpu, en út af “svolitlu” þá eru þeir rafrænir þetta árið.    Nemendur Sigríðar H. Elliðadóttur í söngdeild eru í aðalhlutverki en einnig koma fram píanó og flautunemendur. Njótið vel og gleðilegan bóndadag!   -edit-Tónleikarnir hafa verið teknir úr birtingu á youtube, en ef …

Bóndadagstónleikar Read More »

Nýr aðstoðarskólastjóri

  Birgir Þórisson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri við Tónlistarskólann á Akranesi. Hann tekur við stöðunni af Elfu Margréti Ingvadóttur en hún hefur gengt starfinu í afleysingum frá haustinu 2018 fyrir Skúla Ragnar Skúlason, sem nú hefur látið af störfum við skólann. Birgir hefur starfað við skólann frá árinu 2011 og verið deildarstjóri undanfarin tvö ár.  Birgir hefur …

Nýr aðstoðarskólastjóri Read More »

Skólahald fellur niður frá kl. 15.00 í dag

Allt skólahald fellur niður í Tónlistarskólanum frá kl. 15.00. Foreldrar eru beðnir að fylgja börnum sínum í tíma sem fara fram í húsnæði Tónlistarskólans að Dalbraut 1.

Nótutónleikar Tónlistarskólans voru í gær

Fimmtudaginn 14. mars voru Nótutónleikar Tónlistarskólans þar sem valin voru atriði til að fara á Vesturlands- og Vestfjarðanótuna sem verður haldin í Borgarnesi 23. mars næstkomandi. Valin voru sjö atriði og munu þau keppa um að komast á lokahátíð Nótunnar sem haldin verður í Hofi, Akureyri 6. apríl. Atriðin sem fara áfram keppa í nokkrum …

Nótutónleikar Tónlistarskólans voru í gær Read More »

Samstarf við FVA

Á vorönn þá munu kennarar við Tónlistarskólann kenna námskeið í tónmennt fyrir starfsbraut FVA. Mikill spenningur er í nemendum jafnt sem kennurum og verður gaman að sjá hvernig námskeiðið þróast, en það er tilraunaverkefni á þessari önn. Fyrsti tíminn á námskeiðinu var í morgun og fór vel af stað. Hér má sjá hluta af þeim …

Samstarf við FVA Read More »

Vetrarfrí í tónlistarskólanum

Vetrarfrí verður í tónlistarskólanum frá fimmtudeginum 18. október til þriðjudagsins 23. október en þann dag hefst kennsla samkvæmt stundarskrá.

Vetrarstarfið hafið í Tónlistarskólanum

    Skólastarfið fer vel af stað en um 350 nemendur verða í skólanum í vetur og er kennt á fjölda hljóðfæra. Meðal nýunga í vetur verður m.a. hópkennsla á ukulele og áhersla verður lögð á spuna og sköpun.

Innritun fyrir veturinn 2018-2019

Nú stendur yfir innritun í Tónlistarskólann á Akranesi fyrir skólaárið 2018-2019. Nýjar umsóknir skulu berast rafrænt á slóðina: https://www.schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=2&periodId=1 Umsóknarfrestur er til 5. júní næstkomandi. Núverandi nemendur þurfa ekki að sækja um aftur, heldur eru þeir sjálfkrafa skráðir áfram í óbreytt nám. Ef um breytingar á hlutfalli eða ósk um viðbót í námi er að …

Innritun fyrir veturinn 2018-2019 Read More »

Scroll to Top
X