Já, þið lásuð rétt – jólatónleikar! Jólatónleikar 2020 verða með breyttu sniði, en þeir fara þannig fram að nemendur spila fyrir hvorn annan, en öll atriði eru tekin upp á myndband og send forráðamönnum eftir tónleikana. 

Jólatónleikar eru einn af hápunktum skólaársins í öllum tónlistarskólum, og eins leiðinlegt og það er að geta ekki haldið tónleika með hefðbundnum hætti þá erum við þakklát og fegin að geta þó gert það yfir höfuð. Nú þegar eru búnir tvennir tónleikar og nokkrir eftir og mega því forráðamenn þátttakenda eiga von á glaðningi í tölvupóstinum sínum á næstu dögum.