Fimmtudaginn 5. mars kl. 20:00 verða tónleikar Tónlistarvals í sal Tónbergi. Tónlistarvalið er samstarfsverkefni grunnskólanna á Akranesi, Brekkubæjarskóla og Grundaskóla, og Tónlistarskólans. 
Nemendur í valinu hafa unnið að því undanfarin misseri að æfa lög saman í hljómsveitum og munu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á fimmtudaginn. Þeim til halds og trausts verða svo góðir gestir, þeir Halldór Gunnar og Sverrir Bergmann.
 
Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir!