Það er komið að því! Á morgun, fimmtudaginn 15. október, hefst vetrarfríið hér hjá okkur í Tónlistarskólanum. 

Við hvetjum nemendur að sjálfsögðu til að æfa sig áfram vel í fríinu en líka að hlaða batterýin og njóta frísins.

Farið vel með ykkur og varlega á þessum Covid tímum, sjáumst aftur hress og endurnærð þriðjudaginn 20. október.