Nemendur í rytmískri söngdeild skólans munu heiðra söngkonuna og lagahöfundinn Adele á tónleikum í anddyri skólans í kvöld, mánudaginn 1. október.

Fram koma: Hrönn Eyjólfsdóttir, Ólöf Gunnarsdóttir, Ragna Benedikta Steingrímsdóttir og Rakel Eyjólfsdóttir

Meðleikari er Birgir Þórisson píanóleikari.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00, aðgangseyrir er að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir! 

Hlökkum til að sjá ykkur!