Almennt um námið

Almennt um námið

Aðalnámskrá tónlistarskóla

  • Kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskólanna, ýmist klassískri eða rytmískri – eftir því í hvaða námi nemandinn er
  • Námið skiptist í 3 námsáfanga; grunn, mið og framhaldsstig
  • Í lok hvers áfanga er tekið samræmt lokapróf.
  • Til að ljúka áfangaprófi þarf nemandi að ljúka bæði prófi á sitt hljóðfæri ásamt sambærilegu áfangaprófi í tónfræðigreinum.
  • Miðað er við að hver áfangi geti tekið um 3-4 ár.​

Heimaæfingar

  • Hljóðfæranám byggist að miklu leyti upp á vinnu nemenda heimafyrir
  • Því er mikilvægt að æfa sig vel heima og jafnt yfir vikuna​
  • Stuðningur og áhugi foreldra/forráðamanna við námið hefur mikið að segja og hvetjum við foreldra til að styðja vel við krakkana í náminu

Einkatímar og hóptímar

  • Kennt er bæði í einkatímum, sem og hóptímum
  • Dæmi um hóptíma eru tónfræðigreinar, sönghópar, hljóðfærahópar/samspil o.fl.