Við erum farin af stað aftur eftir vetrarfrí!
Til að fagna því frumsýnum við fyrsta Atriði mánaðarins, kl. 20:00 á Youtube, í kvöld!
 
Atriði mánaðarins verður fastur liður þar valin atriði úr skólastarfinu verða í sviðsljósinu. Það eru þau Björgvin Þór Þórarinsson og Eyrún Sigþórsdóttir sem taka af skarið með lagið Þar til storminn hefur lægt. 🙌

Atriðið var flutt á fyrsta tónfundi vetrarins, þann 13. október síðastliðinn – en hann var með óhefðbundnu sniði. 
Voru einungis kennarar og nemendur í salnum, en öll atriði voru tekin upp og send nemendunum og forráðamönnum þeirra.