Laus pláss í forskóla og á selló.

Kennsla hefst í Tónlistarskólanum mánudaginn 28. ágúst

Hægt er að bæta við nemendum í forskóla Tónlistarskólans sem er ætlaður nemendum í 1. og 2. bekk grunnskóla.

Í vetur verður tekin upp sú nýbreytni að kenna forskólann í Grundarskóla og Brekkubæjarskóla strax eftir skólatíma barnanna.

Hægt er að lesa meira um forskólann á heimasíðunni toska.is undir: Námsgreinar – Forskóli

Í vetur verður í fyrsta sinn boðið upp á sellókennslu með móðurmálsaðferð Suzuki. Þessi kennsla hentar börnum frá 5 ára aldri.

Kennari verður Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir.

Hægt er að lesa um Suzukinám á toska.is undir: Námsgreinar – Suzukinám