Þann 27. Maí síðastliðinn var skólaárinu slitið á sólríkum degi við hátíðlega athöfn í Tónbergi.

Nemendur fengu afhent prófskírteini og vitnisburði, skólastjórar héldu ræður og nemendur fluttu tónlist. Allt eins og það á að vera. Það voru meira að segja áhorfendur í salnum, því nýbúið var að rýmka samkomutakmarkanir og kærkomið að fá fólk í húsið.

Þá var blað brotið í sögu skólans nú í vor, þegar nemendur luku í fyrsta í fyrsta sinn grunnprófi á rafbassa annars vegar og miðprófi á trommur hinsvegar. Það var hún Margrét Björt Pálmadóttir sem lauk grunnprófi á rafbassa og Ingibergur Valgarðsson sem lauk miðprófi í trommuleik.

Það voru fleiri sem tóku áfangapróf en alls tíu nemendur luku áfangaprófum í vetur. Þar af tóku 8 nemendur grunnpróf og tveir nemendur tóku miðpróf.

Til viðbótar þeim Margréti og Ingibergi luku eftirfarandi áfangaprófum:

Grunnpróf í fiðluleik tók Hafdís Rós Skarphéðinsdóttir,

Grunnpróf á píanó – Mikael Bjarki Ómarsson,

Grunnpróf á rytmískan gítar – Pétur Óliver Einarsson,

Grunnpróf í klassískum söng – Finndís Fjóla Birgisdóttir,

Grunnpróf á harmonikku tóku Arina Pecorina og Guðmundur Sveinn Gunnarsson,

Grunnpróf í rytmískum söng Björgvin Þór Þórarinsson,

Og síðast en ekki síst; Miðpróf í rytmiskum söng – Ari Jónsson.

Þar að auki luku 22 nemendur innanhúss stigsprófum. Við erum gríðarlega stolt og ánægð með þennan fríða hóp, sem og alla nemendur okkar við skólann.

 

Við athöfnina voru nokkur tónlistaratriði flutt. Mikael Bjarki Ómarsson flutti Menuet á píanó eftir. J.S. Bach, Pétur Oliver Einarsson ásamt hljómsveit flutti Lenny eftir Stevie Ray Vaughan, Björgvin Þór Þórarinsson flutti frumsamið lag – Allt það sem eftir er, Ingibergur Valgarðsson ásamt hljómsveit flutti lagið Roxanne og það voru svo Ari Jónsson ásamt hljómsveit sem lokuðu athöfninni með flutningi á laginu As eftir Stevie Wonder.

 

Skólaslitin voru því algjör veisla fyrir augu og eyru og við hlökkum til að taka á móti nemendum aftur í haust. Takk fyrir skólaárið og gleðilegt sumar!