Laugardaginn 26. ágúst 2017 voru veitt verðlaun úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur, konu hans. Afhendingin fór fram í Reykholskirkju í Borgarfirði. Ljóðaverðlaunin hlaut að þessu sinni Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur en Slitnir Strengir, þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi hlaut borgfirsku menningarverðlaunin í ár. Við erum afar ánægð með val Minningarsjóðsins og óskum Slitnum Strengjum innilega til hamingju með þessi verðlaun.