Fréttir

Foreldravika

Í næstu viku 5. – 9. febrúar verður foreldravika í Tónlistarskólunum. Þá er óskað eftir því að forráðamenn fylgi börnunum í tíma í Tónlistarskólanum. Með þessu vill Tónlistarskólinn efla samskipti kennara og forráðamanna með það að markmiði að styrkja áhuga nemenda fyrir náminu. Vonumst við til að sjá sem flesta forráðamenn í næstu viku. Góða […]

Foreldravika Read More »

Bóndadagur – Súputónleikar

  Á morgun föstudaginn 19. janúar er bóndadagurinn. Þá er við hæfi að bjóða Þorrann velkominn. Í tilefni af því verða súputónleikar kl 12.10 í anddyri Tónlistarskólans. Þetta er tilvalið tækifæri til að brjóta upp hefðbundið föstudagshádegi og eiga ánægjulega stund með ungu fólki í heimi tónlistarinnar. Boðið verður upp á súpu og brauð fyrir

Bóndadagur – Súputónleikar Read More »

Jólatónleikar í vikunni.

Miðvikudaginn 6. desember verða fyrstu jólatónleikar Tónlistarskólans í Tónbergi. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00. Fimmtudaginn 7. desember verða svo eldri nemendur söngdeildar með aðventutónleika í Akraneskirkju. Þeir tónleikar hefjast einnig klukkan 18:00. Enginn aðgangseyrir er á þessa viðburði og allir velkomnir.

Jólatónleikar í vikunni. Read More »

Jólatónleikar

Við verðum með 3 fasta jólatónleika núna í desember. Þeir verða á eftirtöldum dögum: Miðvikudagur 6. des kl 18.00 Þriðjudagur 12.desember kl 18.00 Mánudagur 18.desember kl 18.00 Allt verða þetta blandaðir tónleikar með mismunandi langt komnum nemendum og fjölbreyttri dagskrá.

Jólatónleikar Read More »

Opinn dagur í Tónlistarskólanum á laugardaginn.

Í tilefni af Vökudögum hefur Tónlistarskólinn á Akranesi helgað líðandi viku samspili nemenda af öllu tagi.  Nemendur hafa myndað stærri og smærri hljómsveitir og samspilshópa og verður árangurinn af starfi vikunnar fluttur fyrir gesti Tónlistarskólans á laugardaginn kemur, 4. nóvember. Það verður stöðugur tónlistarflutningur víða um skólann allt frá klukkan 12 á hádegi og fram

Opinn dagur í Tónlistarskólanum á laugardaginn. Read More »

Vetrarfrí og þema vika.

Vetrarfrí verður í Tónlistarskólanum 19. október til og með 23. október. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. október. Einnig viljum við minna á þemaviku í Tónlistarskólanum frá 30. október sem líkur með opnum degi laugardaginn 4. nóvember. Í þemavikunni verður ekki hefðbundin kennsla heldur verður breytt út af venju og myndaðir ýmsir samspilshópar og skapandi vinna.

Vetrarfrí og þema vika. Read More »