Fréttir

Vortónleikar blásaradeildar

Á morgunn, þriðjudaginn 16. maí, verða tónleikar blásaradeildar í Tónbergi kl 18:00. Sama dag verða tónleikar hljómsveitarsamspils í anddyrinu kl 19:00. Allir velkomnir.

Tónleikar í næstu viku

Í næstu viku verður líf og fjör í Tónlistarskólanum. Við byrjum vikuna með forskólatónleikum mánudaginn 15. maí kl 17:00. Þriðjudaginn 16. maí verða tónleikar blásaradeildar í Tónbergi kl 18:00. Sama dag verða tónleikar hljómsveitarsamspils í anddyrinu kl 19:00. Miðvikudaginn 17. maí verða nemendur Guðbjargar með vortónleika  kl 17:00. Seinni vortónleikar Tónlistarskólans verða fimmtudaginn 18. maí kl …

Tónleikar í næstu viku Read More »

Fyrri vortónleikar

Fimmtudaginn 11. maí kl. 18:00 verða fyrri vortónleikar Tónlistarskólans á Akranesi.  Tónleikarnir eru öllum opnir og kostar ekkert inn.  

Tónfundur í Tónbergi

Í dag verða þverflautu-, harmoniku- og píanónemendur Rutar og Steinunnar með tónfund í Tónbergi. Við munum heyra t.d. Óðinn til gleðinnar e. Beethoven, Gamla Nóa, Ég er kominn heim og margt fleira. Allir velkomnir.

Tónleikar í Heiðarskóla

Mánudaginn 8. maí kl 11.30 verða tónleikar í Heiðarskóla þar sem fram koma nemendur Tónlistarskólans og leika á píanó, gítar, fiðlu og þverflautu.

Innritun fyrir skólaárið 2017-2018

Búið er að opna fyrir skráningar í Tónlistarskólann á Akranesi fyrir skólaárið 2017-2018. Athugið að núverandi nemendur þurfa að staðfesta áframhaldandi nám með umsókn. Einnig þarf að endurnýja umsóknir þeirra sem eru á biðlista. Vakin er athygli á því að tómstundastyrkur Akraneskaupstaðar gildir vegna náms við Tónlistarskólann. Umsóknarfrestur er til 1. júní næstkomandi. Hér má nálgast umsóknareyðublað til …

Innritun fyrir skólaárið 2017-2018 Read More »

Dixon – oktettinn

Dixon-oktettinn heldur tónleika í anddyri Tónlistarskólans fimmtudaginn 4.5. kl.18. Dixon-oktettinn var framlag Tónlistarskólans á Akranesi á lokahátíð Nótunnar 2017. Oktettinn fékk þar viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning. Oktettinn flytur verk eftir t.d. Herbie Hankock, Billy Cobham, Sonny Rollins, Willie Dixon o.fl.

Tónlistarvalstónleikar

Í dag héldu nemendur tónlistarvals hádegistónleika í anddyri Tónlistarskólans. Þetta er samvinnuverkefni milli Grundaskóla, Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólans þar sem nemendum unglingadeildar grunnskólanna býðst að taka þátt í tónvali. Þar njóta þeir tilsagnar kennara í rytmískri tónlist við Tónlistarskólann. Tónleikarnir tókust vel og þökkum við gestum fyrir komuna.

Jazz standardar – Nemendatónleikar

Nemendur Tónlistarskólans á Akranesi syngja og leika nokkra vel valda standarda í anddyri skólans, þriðjudagskvöldið 2. maí kl 20. Meðleikari er Birgir Þórisson. Allir velkomnir.

Ferðalag strengjadeildar að Hólum

Helgina 28.-30. apríl leggur strengjadeild Toska land undir fót og skellir sér í Skagafjörðinn. Þar munu nemendur æfa með nemendum strengjadeildar Tónlistarskóla Skagafjarðar og halda tónleika að Hólum í Hjaltadal.  Allt í allt verða rúmlega 40 nemendur sem munu taka þátt í þessum æfingabúðum.