Píanó

Í píanódeildinni er kennt annars vegar á klassískt píanó og hinsvegar rytmískt píanó.

 

Klassískt píanó

Kennt eftir klassísku námsskrá tónlistarskólanna þar sem nemendur fara í gegnum ýmis verk og æfingar.

Verkefnalistinn er fjölbreyttur, en verk gömlu (og nýju) meistaranna eru meðal viðfangsefna en einnig ný tónlist og spuni. 

Nemendur læra að lesa nótur og spila eftir þeim, sem og að spila eftir eyranu og að spila hljóma. 

 

Rytmískt píanó

Kennt er eftir rytmískri námsskrá tónlistarskólanna.

Helstu viðfangsefni eru popp, jazz og rokktónlist, svo eitthvað sé nefnt. 

Lögð er áhersla á að kenna að spila eftir eyranu og hljómum með það fyrir augum að nemendur komi til með að taka þátt í samspili og hljómsveitum.  

Einnig er kenndur nótnalestur, tónfræði og jazzhljómfræði á seinni stigum.

Klassískt píanó

  • Lærðu að spila verk meistaranna, taktu þátt í samspili, semdu þín eigin tónverk - allt þetta og meira til í klassísku píanódeildinni!

Rytmískt píanó

Popp, rokk, jazz, latin og margt fleira er meðal viðfangsefna í rytmísku píanói. Bæði er kennt á píanó og hljómborð og lögð áhersla á að taka þátt í alls konar samspili og hljómsveitum.