Fréttir

Öskudagsgleði

Á morgun – Öskudag verður opið hús í anddyri Tónlistarskólans fyrir krakka sem vilja koma og syngja eða spila. Við getum lánað t.d. fiðlur og það verður píanó á staðnum, en það má að sjálfsögðu líka syngja. Við getum boðið meðleik og það verður hægt að spila undir lög af youtube fyrir þá sem vilja.

Öskudagsgleði Read More »

Bóndadagstónleikar

Bóndadagstónleikar Tónlistarskólans eru yfirleitt hádegistónleikar þar sem boðið er upp á súpu, en út af “svolitlu” þá eru þeir rafrænir þetta árið.    Nemendur Sigríðar H. Elliðadóttur í söngdeild eru í aðalhlutverki en einnig koma fram píanó og flautunemendur. Njótið vel og gleðilegan bóndadag!   -edit-Tónleikarnir hafa verið teknir úr birtingu á youtube, en ef

Bóndadagstónleikar Read More »

Nýárskveðja

Það er komið að lokum þessa ótrúlega árs 2020. Við í Tónlistarskólanum viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir samfylgdina á árinu og sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við ljúkum þessu ári með upptöku sem nemendur skólans unnu í síðustu dagana fyrir jól. Hér flytja nemendur skólans lagið Snjókorn falla

Nýárskveðja Read More »

Jólakveðja

Nú er Tónlistarskólinn kominn í jólafrí og viljum við óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vonandi hafið þið það gott yfir hátíðarnar og við sjáumst hress á nýju tónlistarári! Kveðja,Starfsfólk Tónlistarskólans á Akranesi

Jólakveðja Read More »

Jólatónleikar

Já, þið lásuð rétt – jólatónleikar! Jólatónleikar 2020 verða með breyttu sniði, en þeir fara þannig fram að nemendur spila fyrir hvorn annan, en öll atriði eru tekin upp á myndband og send forráðamönnum eftir tónleikana.  Jólatónleikar eru einn af hápunktum skólaársins í öllum tónlistarskólum, og eins leiðinlegt og það er að geta ekki haldið

Jólatónleikar Read More »

Hvar áttu að vera?

Nýjar og hertar sóttvarnarreglur hafa tekið gildi og bregðumst við með þeim með ýmsu móti. Tónlistarskólanum hefur nú verið skipt upp í 2 hólf. Annað hólfið (hólf A) er við aðalinnganginn og munu einungis nemendur þeirra kennara sem kenna þar þann daginn nota hann. Hólf B er með aðgengi að innganginum baka til (kennarainngangurinn) –

Hvar áttu að vera? Read More »

Atriði mánaðarins

Við erum farin af stað aftur eftir vetrarfrí! Til að fagna því frumsýnum við fyrsta Atriði mánaðarins, kl. 20:00 á Youtube, í kvöld!   Atriði mánaðarins verður fastur liður þar valin atriði úr skólastarfinu verða í sviðsljósinu. Það eru þau Björgvin Þór Þórarinsson og Eyrún Sigþórsdóttir sem taka af skarið með lagið Þar til storminn

Atriði mánaðarins Read More »